Friðbjörg starfar við heilun með leiðsögn, transheilun, kjarna- og þróunarhópa og heldur fræðslufyrirlestra. Grunnur hópavinnunnar er að styrkja sjálfsmynd, læra að hlusta á innsæið vinna með næmnina og skoða hverjir hæfileikar okkar og draumar eru og styrkja þá. Við þurfum að velja sjálf hvað við viljum gera við hæfileika okkar. Þegar við styrkjum sjálfstraustið erum við fær um að láta draumana rætast, sem við höfum e.t.v. átt í mörg ár en ekki þorað að framkvæma. Með auknu sjálfstrausti og trausti á þann kraft sem innra með okkur býr eykst styrkur okkar að fylgja og treysta innsæinu. Friðbjörg hefur í mörg ár unnið út frá hugtakinu ''Ég er'' og að skoða ''Hver við erum'' og “Hver við viljum vera”. Hún kýs að kalla það “Kjarnavinnu”. Hina innstu tengingu við æðra sjálfið og þá þekkingu sem við höfum öðlast í gegnum lífin okkar. Í hugtakinu ''Ég er'' fellst að við erum partur af heildinni og sköpuninni.
Hún hefur í mörg ár unnið við að leiða fólk í tengingu við sín fyrri líf og hjálpað þeim við að leysa upp og umbreyta hindrunum sem hamla þroska og vellíðan í lífi þeirra nú. Í dag er það viðurkennt af miklum fjölda meðferðaraðila, að margt úr okkar fyrri lífum getur verið örsök að margvíslegum vanda bæði andlegum sem líkamlegum í lífi okkar í dag. Þessi meðferð hefur gjarnan gjörbreytt lífi fólks og vanlíðan sem e.t.v. hefur lengi verið glímt við horfið.