21 Apr, 2025
Leturstærð

Svæðanudd

Svæðanudd byggist á þeirri kenningu að í fótum og höndum séu viðbragðssvæði sem tengist og samsvari hverjum líkamshluta og hverju líffæri líkamans. 

Ef þessir líkamshlutar eða líffæri eru veikluð að einhverju leyti vegna álags, þreytu eða sjúkdóma verða viðbragðssvæði þessi aum viðkomu.

Með því að þrýstinudda þessi viðbragðssvæði næst fram örvun eða slökun í viðkomandi líkamshluta, orkuflæði eykst og lækningamáttur líkamans fer í gang. Súrefnisupptakan í líkamanum verður eðlilegri og andlegt og líkamlegt atgervi eykst.

 

Nánar um svæðanudd Meðferðaraðilar