21 Apr, 2025
Leturstærð

Nálastungur

Nálastungur eru ævafornt kerfi sem þróast hefur í yfir fjögur þúsund ár í Kína. 

Nálastungur hafa verið þungamiðja í heilbrigðiskerfi Kínverja allt fram til dagsins í dag.

Grunnhugmyndin að hefðbundnum nálastungum er lífsorkan Qi. Hún er frumorka líkamans sem stjórnar starfsemi líffæranna og öðrum kerfum hans. 

Þessi lífsorka, eða Qi eins og hún er kölluð, flæðir um líkamann eftir vissum orkubrautum. 

Til þess að hvert líffæri geti unnið rétt, sé heilbrigt og jafnvægi sé á milli líffæranna innbyrðis, þarf Qi orkan að renna óhindruð og með réttum styrk um hverja orkubraut.

Nálastungutæknin stuðlar að því.

 

Nánar um nálastungur  Meðferðaraðilar