Nudd í einu formi eða öðru, hefur verið notað í gegnum aldirnar til að vinna á meinum og viðhalda góðri heilsu.
Nudd örvar alla starfsemi líkamans, losar um bólgur og vöðvaspennu og hjálpar okkur að losa út streitu.
Nudd örvar blóðrásina og sogæðakerfið og hjálpar þannig til við súrefnisflutning til vöðva og losun úrgangsefna úr líkamanum.
Nudd hjálpar líkamanum að hjálpa sér sjálfum.
Til eru margar tegundir af nuddi og getur verið misjafnt hvað hentar hverjum einstaklingi hverju sinni.
Engin nuddaðferð er eins og því er hvert einasta nudd, einstök upplifun.
Nánar um heilsunudd Heilsunuddarar