• Grasalækningar hafa verið stundaðar um allan heim frá örófi alda. Hér á landi má telja víst að landnámsmenn hafi komið með þekkinguna með sér þegar þeir námu Ísland en grasalækningar koma bæði við sögu í íslenskum fornsögum svo og í mörgum íslenskum þjóðsögum.
• Í grasalækningum eru seyði, te, stílar, smyrsl eða áburður unnið úr plöntum.
• Í þessum fræðum eru ekki bara einangruð virk efni jurtarinnar notuð, þ.e. þau sem hafa sterkustu áhrifin, heldur ákveðnir hlutar jurtarinnar í heild sinni, þar sem hin fjölþættu efni hennar hafa víðtæk áhrif á allan líkamann.
• Grasalæknar blanda alltaf jurtablöndur fyrir hvern einstakan sjúkling enda er markmiðið ekki eingöngu að vinna á sjúkdómseinkennunum heldur að bæta heilsu sjúklingsins almennt.
Nánar um grasalækningar Grasalæknar