Bowen tækni er meðferð sem notuð er á líkamann og kemur af stað heilunarferli. Það er verkjastillandi, losandi og endurnýjar orku líkamans.
Eitt af einkennum Bowen tækni er að áhrifin eru þægileg, djúp og afslappandi. Meðferð með Bowen tækni virðist mjög einföld. Þegar fylgst er með notkun hennar á líkamann og horft á hendur Bowen tæknisins lítur út fyrir að harla lítið sé gert. Áhrifin eru engu að síður mikil.
Bowen tæknir notar þumla og fingur á ákveðna staði á líkamanum og gerir rúllandi hreyfingar með það að markmiði að endurstilla boðskipti milli heila vöðva og bandvefs og hafa þannig áhrif á orkuflæði innan líkamans. Þeir sem notað hafa Bowen tækni hafa furðað sig á áhrifamætti þessarar mjúku og einföldu meðferðar.
Nánar um Bowentækni Bowertæknar