Hér eru upplýsingar um meðferðir til að auka andlega og líkamlega vellíðan fólks.
Um margt er að velja og verður hver og einn að finna út hvað hentar honum.
Bowen tækni er meðferð sem notuð er á líkamann og kemur af stað heilunarferli. Það er verkjastillandi, losandi og endurnýjar orku líkamans.
Eitt af einkennum Bowen tækni er að áhrifin eru þægileg, djúp og afslappandi. Meðferð með Bowen tækni virðist mjög einföld. Þegar fylgst er með notkun hennar á líkamann og horft á hendur Bowen tæknisins lítur út fyrir að harla lítið sé gert. Áhrifin eru engu að síður mikil.
Bowen tæknir notar þumla og fingur á ákveðna staði á líkamanum og gerir rúllandi hreyfingar með það að markmiði að endurstilla boðskipti milli heila vöðva og bandvefs og hafa þannig áhrif á orkuflæði innan líkamans. Þeir sem notað hafa Bowen tækni hafa furðað sig á áhrifamætti þessarar mjúku og einföldu meðferðar.
Nánar um Bowentækni Bowertæknar
Dáleiðsla er náttúrulegt hugarástand sem við förum öll í á hverjum degi.
Hvort sem við erum að lesa spennandi sögu, svífum í dagdraumum eða horfum á kvikmynd eða sjónvarpsmynd sem tekur athyglina erum við oft í náttúrulegu dáleiðsluástandi.
Í þúsundir ára hefur fólk þekkt afl dáleiðslunnar til að auðvelda lærdóm, lækna andleg sár, bæta frammistöðu, breyta venjum og hraða lækningu.
Nánar um Dáleiðslu Sjá þjónustuskrá
Feng Shui er mörg þúsund ára fræðigrein og sem slík yfirgripsmikil og flókin. Feng Shui er í raun aðferð til að skapa jafnvægi milli fólks og umhverfis þannig að báðum aðilum líði betur.
Nánar um Feng Shui Sjá þjónustuskrá
• Grasalækningar hafa verið stundaðar um allan heim frá örófi alda. Hér á landi má telja víst að landnámsmenn hafi komið með þekkinguna með sér þegar þeir námu Ísland en grasalækningar koma bæði við sögu í íslenskum fornsögum svo og í mörgum íslenskum þjóðsögum.
• Í grasalækningum eru seyði, te, stílar, smyrsl eða áburður unnið úr plöntum.
• Í þessum fræðum eru ekki bara einangruð virk efni jurtarinnar notuð, þ.e. þau sem hafa sterkustu áhrifin, heldur ákveðnir hlutar jurtarinnar í heild sinni, þar sem hin fjölþættu efni hennar hafa víðtæk áhrif á allan líkamann.
• Grasalæknar blanda alltaf jurtablöndur fyrir hvern einstakan sjúkling enda er markmiðið ekki eingöngu að vinna á sjúkdómseinkennunum heldur að bæta heilsu sjúklingsins almennt.
Nánar um grasalækningar Grasalæknar
Nánar um Heilsufrelsi Sjá þjónustuskrá
Nudd í einu formi eða öðru, hefur verið notað í gegnum aldirnar til að vinna á meinum og viðhalda góðri heilsu.
Nudd örvar alla starfsemi líkamans, losar um bólgur og vöðvaspennu og hjálpar okkur að losa út streitu.
Nudd örvar blóðrásina og sogæðakerfið og hjálpar þannig til við súrefnisflutning til vöðva og losun úrgangsefna úr líkamanum.
Nudd hjálpar líkamanum að hjálpa sér sjálfum.
Til eru margar tegundir af nuddi og getur verið misjafnt hvað hentar hverjum einstaklingi hverju sinni.
Engin nuddaðferð er eins og því er hvert einasta nudd, einstök upplifun.
Nánar um heilsunudd Heilsunuddarar
• Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð er mjúk líkamsmeðhöndlun sem leggur áherslu á að meðhöndla höfuðbein og spjaldhrygg til að hafa áhrif á flæði heila- og mænuvökva og þær himnur sem umlykja hann. Með því tekst að hafa áhrif á stoðkerfi og önnur líkamskerfi.
• Athygli vísindamanna hefur beinst í auknum mæli að starfsemi frumuhimna og þeim himnum sem eru í líkama mannsins.
• Við ákveðin áföll og slys getur jafvægi þessara himna raskast og valdið varanlegum óþægindum og sársauka.
• Höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun hefur jákvæð áhrif á þessa áverka.
Nánar um höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun Meðferðaraðilar
• Í kírópraktískri meðferð er sérstakri tækni beitt til að leysa þau vandamál sem tengjast tauga- og stoðkerfi líkamans; einkum liðum, vöðvum og festingum.
• Finna og leiðrétta hryggvandamál svo taugakerfið þitt geti starfað á hámarksgetu.
• Þeir sem glíma við vandamál tengd stoðkerfi líkamans geta leitað til kírópraktors. Margir koma til kírópraktors vegna verkja í baki eða hálsi, þursabiti, brjósklosi, vöðvabólgu eða klemmdra tauga.
• Það er jafnvel ráðlegt að láta kírópraktor skoða og yfirfara hryggsúluna reglulega til að fyrirbyggja vandamál, rétt eins og fólk fer til tannlæknis í skoðun.
• Þessi meðferð endurnýjar eðlilega hreyfigetu.
Nánar um kírópraktík Meðferðaraðilar
Markþjálfun er trúnaðarsamvinna markþjálfa og þiggjanda.
Markþjálfun á að auðvelda þiggjanda að gera sér grein fyrir því sem hann vill.
Hlutverk markþjálfans er að leggja sig fram við að laða fram eiginleika þiggjandans og það besta í fari hans.
Sjá nánar í Þjónustuskrá á tilVist.com
Nánar um markþjálfun Markþjálfar
Nálastungur eru ævafornt kerfi sem þróast hefur í yfir fjögur þúsund ár í Kína.
Nálastungur hafa verið þungamiðja í heilbrigðiskerfi Kínverja allt fram til dagsins í dag.
Grunnhugmyndin að hefðbundnum nálastungum er lífsorkan Qi. Hún er frumorka líkamans sem stjórnar starfsemi líffæranna og öðrum kerfum hans.
Þessi lífsorka, eða Qi eins og hún er kölluð, flæðir um líkamann eftir vissum orkubrautum.
Til þess að hvert líffæri geti unnið rétt, sé heilbrigt og jafnvægi sé á milli líffæranna innbyrðis, þarf Qi orkan að renna óhindruð og með réttum styrk um hverja orkubraut.
Nálastungutæknin stuðlar að því.
Nánar um nálastungur Meðferðaraðilar
Með NLP-tækni er hægt að breyta hegðunamynstri sínu. Þannig er hægt að nýta heilann og tjáninguna á hagnýtari hátt en áður og t.d. hætta að nota ákveðna hegðun/viðbrögð sem valda fólki og umhverfi þess leiðindum. Þetta er hægt að gera með einföldum æfingum. Fólk hættir að spóla í sama hjólfarinu. Finnur þess í stað nýjar leiðir og gengur betur fyrir vikið.
Nánar um NLP NLP meðferðaraðilar
Reiki er aðferð til að beina heilunarorkunni inn á orkusvið líkamans.
Aðferðir í Reiki eru annað hvort handayfirlögn eða fjarheilun.
Í Reiki er unnið með orkustöðvar líkamans.
Reiki er japanskt orð sem er samsett úr tveim hugtökum. Rei, sem merkir Guð, og ki, sem merkir orka.
Reiki merkir þá Guðleg orka.
Svæðanudd byggist á þeirri kenningu að í fótum og höndum séu viðbragðssvæði sem tengist og samsvari hverjum líkamshluta og hverju líffæri líkamans.
Ef þessir líkamshlutar eða líffæri eru veikluð að einhverju leyti vegna álags, þreytu eða sjúkdóma verða viðbragðssvæði þessi aum viðkomu.
Með því að þrýstinudda þessi viðbragðssvæði næst fram örvun eða slökun í viðkomandi líkamshluta, orkuflæði eykst og lækningamáttur líkamans fer í gang. Súrefnisupptakan í líkamanum verður eðlilegri og andlegt og líkamlegt atgervi eykst.
Nánar um svæðanudd Meðferðaraðilar