22 Apr, 2025
Leturstærð

Bæn

Hugmynd að bæn:

Skapari himins og jarðar, skapari ljóss og lífs. 

Kveiktu kærleiksneista í brjósti mér. 

Svo að ég fái lagt fram minn skerf, verið þátttakandi til  heilla landi og þjóð. 

Færðu okkur hæfa forystu, sem vinnur í kærleika. 

Gef  samstöðu þjóðar og samstöðu þings. 

Svo við fáum skapað kærleiksríkt, heiðarlegt og sanngjarnt samfélag. 

Blessaðu  náttúru okkar, auðlindir og mannauð 

Að við berum gæfu til að umgangast landið, af virðingu og auðmýkt 

Með fyrirfram þökk fyrir blessun þína og stuðning. 

 

Áhrif bænar - Lögmálið:

Ef aðeins einn þriðji af öllu mannkyni á jörðinni kæmi saman sjálfviljugt, öll á sama tíma, til þess að senda út svipaðar hugmyndir um frið og óskilyrtan kærleika, myndi efnisheimurinn, vegna þess, umbreytast varanlega og að eilífu“.

Þessi þekking er afar gömul að uppruna og er tekin úr bók sem heitir „Lífstíll Essena, hið falda líf Jesús Krists rifjað upp“      (The way of the Essenes Christ´shidden life remembered) eftir Anne og Daniel Meurois-Givaudan.

Þetta lögmál er enn í fullu gildi.