22 Apr, 2025
Leturstærð

Hugmyndin

Fá alla Íslendinga til að sameinast í kærleika í gegnum hugleiðslu og bæn, óháð öllum stofnunum, félögum og trúarbrögðum.  Þessa athöfn á að framkvæma á sama tíma alla daga ársins frá kl. 22:00 til kl. 23:00. með áherslu á kl. 23:00 sem aðal tíma 

Kosturinn við þessa nálgun er að hún kostar ekkert, þarfnast ekki sérþekkingar og hægt að gera  hvar sem er og hvenær sem er. 

Með þessu myndast öflug orkusúla yfir landinu okkur öllum til góða. 

Hafið í huga
    •  Í bæn ert þú að tala við Almættið.
    •   Í hugleiðslu er Almættið að tala til þín.

Svona tilraun hefur ekki verið gerð áður að fá heila þjóð til að biðja og hugleiða fyrir sjálfri sér.

 

Áhrif bænar - Lögmálið:

Ef aðeins einn þriðji af öllu mannkyni á jörðinni kæmi saman sjálfviljugt, öll á sama tíma, til þess að senda út svipaðar hugmyndir um frið og óskilyrtan kærleika, myndi efnisheimurinn, vegna þess, umbreytast varanlega og að eilífu“.

Þessi þekking er afar gömul að uppruna og er tekin úr bók sem heitir „Lífstíll Essena, hið falda líf Jesús Krists rifjað upp“      (The way of the Essenes Christ´shidden life remembered) eftir Anne og Daniel Meurois-Givaudan.

Þetta lögmál er enn í fullu gildi.

 

Umfjöllun um bæn