22 Apr, 2025
Leturstærð

Fréttir

ALLT ER LIFANDI

bird-in-iceland-1337429-1278x855Vorið er dásamlegur tími þegar öll náttúran vaknar af svefni vetrar.  Við sjáum það best þegar trén    fara að laufgast.  Tréð fer varlega af stað með að setja fram laufið sitt, ef  t.d. veðrið er risjótt með heitum  dögum og svo köldum dögum inn á milli, þá hægir tréð á sér og bíður einfaldlega eftir réttu varanlegu hitastigi fyrir sínar þarfir svo það geti og vilji halda áfram með laufgun sína.

Það eru einhverjir töfrar sem að eiga sér stað á þessum árstíma og það er vel þess virði að taka eftir þeim með því að gefa gaum að náttúrunni og sjá hvernig hún birtir sig í óteljandi myndum gróðurs og lita.  Við eigum alls ekki að taka þessu sem sjálfsögðum hlut, heldur sem undur lifsis og muna eftir því að njóta þess  Gróandinn er kominn í gang og lífsorka sumars  vaknar til sinna verka. Öll þessi birting náttúrunnar er í raun sköpunar orka lífsins sem form -gerir  sig á þennan hátt í birtingu sinni.

Farfuglarnir mæta á þessum tíma ársins,  eftir að hafa flogið þúsundir kílómetra vegalengdir frá sínum vetrar stöðvum til þess að sinna sínum skilduverkum að koma á legg ungum sínum.  Þessu hlutverki sinna þeir að mikilli skildurækni.  Byrja á því að velja  sér maka fara því næst í hreyðurgerð og bíða svo spenntir eftir að afkvæmi þeirra birtast.   Að taka eftir gleðisöng spörfuglanna á meðan þessum störfum er sinnt er einstakt að upplifa.  Gleði þeirra og kátína er einstök og fölskvalaus allan tíman.

Síðan hefst það krefjandi starf að finna æti fyrir þessa litlu ungviði í hreyðrinu og þar er hvergi slegið af hjá báðum foreldrum allan þann tíma sem tekur að koma þeim á legg.

Í þessari sköpun lífsins, sem er kraftaverk vorsins, hnitmiðað og markvist, er enginn sérfræðingur eða fagmanneskja sem leiðir verkið, heldur leiðir lífið sjálft allt verkið frá a til ö.  Í þessum verkum getum við séð sköpunarmátt lífsin að verki í framsetnigu hans á því fyrirbrigði sem við þekkjum sem vorið og allt það sem því fylgir í birtingu þess,  okkur til gleði og ánægju, þ.e.a.s.  ef við tökum eftir því.

Við óskum öllum gleðilegs sumars og vonum að allir njóti lífsins í faðmi Náttúrunnar.

 

EVK.