
Nú hefur Tilvist gefið út bókina Hinn lifandi Alheimur, eftir Pétur Gissurarson.
"Það er sannfæring höfundar þessarar bókar að lífið sé óstaöðvandi flæði einhverskonar orku, sem við getum alveg eins kallað eilíft líf, eins og eitthvað annað. Með slíkar hugmyndir er erfitt að fara greina það í fortíð, nútíð, og framtíð.
Lífið er tímalaust flæði óendanlegrar orku sem fyllir alheim allan. Þegar vel tekst til, er það fyrir einstaklinginn flæði innsæis og hólógrafískrar upplifunar.
Framtíðarmarkmiðið er vitandi sameining við alheimsvitundina, upplifun hreinnar Guðsvitundar. Áður en þangað er komið þarf maðurinn að breyta afar miklu í hugsun, tilfinningalífi, skilningi og tilgangi lífsins, svo og framkomu og hegðun við allt líf. Fáviska, eigingirni og vanþroski er versta böl mansins. Þessu þarf að breyta."
- Pétur Gissurarson
Hægt er að panta bókina hjá Tilvist