22 Apr, 2025
Leturstærð

Fréttir

ALLT ER LIFANDI

bird-in-iceland-1337429-1278x855Vorið er dásamlegur tími þegar öll náttúran vaknar af svefni vetrar.  Við sjáum það best þegar trén    fara að laufgast.  Tréð fer varlega af stað með að setja fram laufið sitt, ef  t.d. veðrið er risjótt með heitum  dögum og svo köldum dögum inn á milli, þá hægir tréð á sér og bíður einfaldlega eftir réttu varanlegu hitastigi fyrir sínar þarfir svo það geti og vilji halda áfram með laufgun sína.

Það eru einhverjir töfrar sem að eiga sér stað á þessum árstíma og það er vel þess virði að taka eftir þeim með því að gefa gaum að náttúrunni og sjá hvernig hún birtir sig í óteljandi myndum gróðurs og lita.  Við eigum alls ekki að taka þessu sem sjálfsögðum hlut, heldur sem undur lifsis og muna eftir því að njóta þess  Gróandinn er kominn í gang og lífsorka sumars  vaknar til sinna verka. Öll þessi birting náttúrunnar er í raun sköpunar orka lífsins sem form -gerir  sig á þennan hátt í birtingu sinni.

Farfuglarnir mæta á þessum tíma ársins,  eftir að hafa flogið þúsundir kílómetra vegalengdir frá sínum vetrar stöðvum til þess að sinna sínum skilduverkum að koma á legg ungum sínum.  Þessu hlutverki sinna þeir að mikilli skildurækni.  Byrja á því að velja  sér maka fara því næst í hreyðurgerð og bíða svo spenntir eftir að afkvæmi þeirra birtast.   Að taka eftir gleðisöng spörfuglanna á meðan þessum störfum er sinnt er einstakt að upplifa.  Gleði þeirra og kátína er einstök og fölskvalaus allan tíman.

Síðan hefst það krefjandi starf að finna æti fyrir þessa litlu ungviði í hreyðrinu og þar er hvergi slegið af hjá báðum foreldrum allan þann tíma sem tekur að koma þeim á legg.

Í þessari sköpun lífsins, sem er kraftaverk vorsins, hnitmiðað og markvist, er enginn sérfræðingur eða fagmanneskja sem leiðir verkið, heldur leiðir lífið sjálft allt verkið frá a til ö.  Í þessum verkum getum við séð sköpunarmátt lífsin að verki í framsetnigu hans á því fyrirbrigði sem við þekkjum sem vorið og allt það sem því fylgir í birtingu þess,  okkur til gleði og ánægju, þ.e.a.s.  ef við tökum eftir því.

Við óskum öllum gleðilegs sumars og vonum að allir njóti lífsins í faðmi Náttúrunnar.

 

EVK.  

Ný bók: Hinn lifandi Alheimur

Nú hefur Tilvist gefið út bókina Hinn lifandi Alheimur, eftir Pétur Gissurarson.

"Það er sannfæring höfundar þessarar bókar að lífið sé óstaöðvandi flæði einhverskonar orku, sem við getum alveg eins kallað eilíft líf, eins og eitthvað annað. Með slíkar hugmyndir er erfitt að fara greina það í fortíð, nútíð, og framtíð. 

Lífið er tímalaust flæði óendanlegrar orku sem fyllir alheim allan. Þegar vel tekst til, er það fyrir einstaklinginn flæði innsæis og hólógrafískrar upplifunar.

Framtíðarmarkmiðið er vitandi sameining við alheimsvitundina, upplifun hreinnar Guðsvitundar. Áður en þangað er komið þarf maðurinn að breyta afar miklu í hugsun, tilfinningalífi, skilningi og tilgangi lífsins, svo og framkomu og hegðun við allt líf. Fáviska, eigingirni og vanþroski er versta böl mansins. Þessu þarf að breyta."

- Pétur Gissurarson

 

Hægt er að panta bókina hjá Tilvist
 

Hugleiðing

Maður, þekktu sjálfan þig

Ein aðferð um hugleiðslu

Með því að iðka hugleiðslu rétt, er möguleiki á því að þú getir komist að því hver þú ert.

Kjarni hugleiðslu er að hugsa ekki neitt !!

Hugleiðsla er því ekki það sama og hugleiðing.

Í hugleiðingu erum við að ígrunda eitthvað, eitthvert mál eða vandamál. Þá notum við hugan fyrst og fremmst, en í hugleiðslu notum við alls ekki hugann.

Á Þessu þurfum við að gera skýran greinarmun því það að hugleiða í hugleisðlu eyðileggur hugleiðsluna.

Hugleiðsla er upplifun, skynjun, tilfinning án hugsunar.

Hugleiðsla er viðfem og frjáls, óháð þröngri hugsun eða skilgreiningu hans.

Hugurinn reynir stöðugt að ryðjast inn á hugleiðslu ástand þitt til þess að fá athyglina til sín.

Það sem við gerum við því er að halda athygli okkar á við það að vera í kyrrð og þögn og án nokkurrar hugsunar.

Við það flytjum við okkur inn á annað andrúmsloft þar sem við getum upplifað djúpan frið, djúpa tilfinningu jafnvægis og gleði sem fyllir allt okkar skynjunar svið.

Það þarf enga hugsun til þess að ná þessu kjör- ástandi jafnvægis og friðar, heldur miklu frekar að vera án hennar í öllu ferlinu.

Um leið og hugleiðandinn fær inn á sig hugsun ber að vikja henni í burtu blíðlega og setja aldrei athyglina aftur á neina hugsunina.

Það erum við sem stjórnum þessu og enginn annar. 

Kveðja tilVist.com

Sjá þjónustuskrá tilVistar um hugleiðslu

Hugleiðing

Maður, þekktu sjálfan þig. 

Það er verðugt verkefni að eyða einhverjum tíma dagsins í að hugleiða um sjálfan sig.

Við almennt gerum það ekki því við erum svo upptekinn af öllu öðru að okkur dettur þetta ekki einu sinni í hug.

En um leið og þú ferð að hugleiða um þetta mál „hver er ég“ þá getur ýmislegt komið fram.

Sjálf okkar er allt annað en líkami okkar og hugur, enda greinum við þetta þrennt í sundur því þetta eru allt eiginleikar sem við búum yfir.

Líkaminn er starfstæki okkar (sjálfsins) og hugurinn er sá sem stjórnar þessum líkama og er greiningartæki hans.

Fyrir utan þessa þætti höfum við eitthvað sem við nefnum „sjálf“.

Sjálfið okkar er ekki líkaminn né hugurinn, sjálfið er eitthvað alveg sjálfstætt fyrirbrigði, okkar eigin kjarni, okkar eigin miðja sem orkuvæðir bæði huga og líkama.

Þitt eigið sjálf er hin þögula athygli innra með þér.

Þú segir alltaf: ég og líkami minn, ég og hugur minn, ég og tilfinningar mínar, ég og allt hitt.

Þú aðgreinir þig frá þessum eðlisþáttum eðlilega,  því að  „ég“ hugtakið er sjálfið þitt og allt hitt er eitthvað annað.

Prófaðu að koma þér í meðvitað samband við þennan kjarna þinn og vittu hvað skeður.

Það getur þú gert í hugleislu.

(framhald síðar um hugleiðslu)

Kveðja, tilVist.com

 

 

Heilunarmessa í Lágafellskirkju 19. feb. 2015

 

 
Heilunarguðsþjónusta var haldin fimmtudaginn 19. febrúar í Lágafellskirkju kl. 20:00. Sr.Ragnheiður Jónsdóttir þjónaði fyrir altari og leiddi guðsþjónustuna. Söngur, bæn, handaryfirlagning og smurning. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti lék á orgelið og Svava Kristín Ingólfsdóttir söng. Vigdís Steinþóradóttir og kærleikshópur tók þátt heilun
WWW.LAGAFELLSKIRKJA.IS
 

Tákkmál drauma

 

Táknmál draumaHöfundur bókarinnar Tákkmál drauma

Sigrún Gunnarsdóttir hefur lengi unnið með

drauma í gegnum sína andlegu þróunarvinnu,

en hún er Reykimeistari, miðill og andlegur

Leiðbeinandi.

 

Eðli drauma er leiðsögn hvort sem hún er veraldleg eða andleg. Sífellt fleira fólk dreymir drauma sem eru guðleg leiðsögn, en sú leiðsögn er send okkur á táknmáli sem fáir skilja ennþá.

Alla dreymir þó að við skiljum og munum mismikið af draumunum okkar. Drauma fyrir daglátum er nokkuð auðvelt að skilja og fólk býr sér jafnvel til sitt eigið táknmál til að túlka þá, því að undirvitundin notar okkar eigin þekkingu þegar hún sendir okkur skilaboð.

Þeir draumar sem eru guðleg leiðsögn eru ólíkir daglátadraumum að því leyti að táknmálið alltaf eins. Það er eins og sjálfstætt tungumál sem þarf að læra til að geta lesið táknmálið og er þessari bók ætlað að veita innsýn í þennan heim táknmáls og hvernig við getum notað það til að skilja draumana okkar.

s. 5551727

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hugleiðslu tónlist OM

Hugleiðsla er ein af þeim leiðum sem reynst hafa vel til að læra að þekkja sjáfan sig. 

Hér er slóð á hugleiðslu tónlist sem örugglega hentar einhvejum við að taka sín fyrstu skref í hugleiðslu.

Þessi tónlist getur líka dýpkað áhrif af hugleiðslu fyrir þá sem stunda hana.

https://www.youtube.com/watch?v=0Ix9yfoDHJw

 

Rupert Sheldrake 002

  1.  
  2. Morphic Resonance: The Nature of 
    Book by Rupert SheldrakeFront Cover
  3. Formative Causation
  4. New updated and expanded edition of the groundbreaking book that ignited a firestorm in the scientific world with its radical approach to evolution • Explains how past forms and behaviors of organisms ...Google Books
  5. PublishedJanuary 1, 2009

Page 1 of 4