22 Apr, 2025
Leturstærð

Bækur

Living at the source

livingatthesource

Þessi innblásnu skilaboð sem tekin eru saman í þessari bók er valið efni úr skrifum og fyrirlestrum frá Swami Vivekanda. Talað beint til þeirra manna og kvenna sem leitast við að lifa andlegu lifi í hringiðu hversdagsleikans. Um leið fjallar bókin um hnitmiðaða kynningu á Vedata-ritunum, sem eru hin fornu heimspekirit Indlands.

Táknmál drauma

Túlkun drauma
Alla dreymir þó að við skiljum og munum mismikið af draumunum okkar og eðli drauma er leiðsögn hvort sem hún er veraldleg eða andleg. Sífellt fleira fólk dreymir drauma sem eru guðleg leiðsögn, en sú leiðsögn er send okkur á táknmáli sem fáir skilja ennþá.

Sigrún fjallar um leiðsögnina í draumunum og hvernig er hægt að vinna með þá leiðsögn. Hvenig á að túlka og skilja tákn.

Táknmál draumathumb sigrungunnarsdottirSigrún Gunnarsdóttir

Sigrún hefur lengi unnið með drauma í gegnum sína andlegu þróunarvinnu, en hún er Reikimeistari, miðill og andlegur leiðbeinandi.

Sigrún vinnur einnig með Transheilun og Tarotlestra sem eru leiðsagnarlestrar oft tengdir heilunarvinnunni.

Hurry up and meditate

hurryupandmeditate

Ef hugleiðsla væri aðgengileg í töflu form væru þær mest seldu töflur á lyfjamarkaði í dag. Búið er að sanna það vísindalega að hugleiðsla hefur afgerandi áhrif á andlegt stress, styrkingu á ónæmiskerfinu og hægir verulega á öldrun. Hugleiðslan eykur andlega vellíðan og skerpir á skapandi hugsun. Er þetta ekki hin lyfjalausa lausn á álagsþáttum mannsins í nútíma samfélagi?