Bænahringur er hópur fólks sem kemur saman reglulega og biður fyrir sjúkum einstaklingum og þeim sem líður illa. Enn fremur óvissu ástandi sem kann að skapast í samfélaginu ásamt velferð lands og þjóðar.
Bænahringir biðja gjarnan fyrir samfélaginu, þjóðinni og þjóðum heimsins, náttúrunni og móður jörð.
Hversvegna bænahringir? Að biðja fyrir öðrum hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Áhrifamáttur bænarinnar er velþekktur , t.d. þar sem Jésús segir í Biblíunni: “Þar sem tveir eða þrír koma saman í mínu nafni, Er ég mitt á meðal ykkar” .
Bæn þín er ávalt samtal þitt við skapara þinn. Hugleiðsla er ávalt samtal skapara þíns við þig.
Þið sem hafið áhuga á að vera í eða stofna bænahring, hafið endilega samband og tilVist mun aðstoða ykkur eftir föngum.
Hafa samband: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Þjónusta við bænahringi
• Ráðgjöf við að stofna bænahringi.
• Útvegum bænabóka og leiðbeiningar um þessa starfsemi.
• Markmið tilVistar er að stofna til bænahringjatengsla um allt land.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.